Fréttir

Dansklúbbur Ebak.

Miðvikudagur 15. nóvember. Við dönsum í Birtu, Bugðusíðu 1, kl. 16-17:30 Velkomin með dansskóna og létta skapið sem verður enn léttara eftir dansinn. Síðasti danstíminn á þessu ári verður svo 6. desember.
Lesa meira

Skipulag og byggingar

Mánudaginn 13. nóvember kl. 14.00 mun Árni Árnason arkitekt fjalla um skipulagsmál, vellíðan íbúa í hverfum og íbúðir fyrir aldraða í Birtu Bugðusíðu 1.
Lesa meira

Kjaramálafundur í Hofi

Kjarahópur EBAK boðar til almenns fundar í Hofi Þriðjudaginn 14. nóvembar kl. 16.00.
Lesa meira

Frá golfnefnd

Vetrarstarf púttara hjá EBAK hefst miðvikudaginn 8. nóv., og er óbreytt frá síðasta vetri. Nýir iðkendur hafi samband við Golfnefnd EBAK, Einar 8540247 eða Magnús 8449271
Lesa meira

Kjaramálakönnunin.

Nú er lokið könnun kjararáðs EBAK sem var opin í 4 vikur. Það er ánægjulegt að svörun var mjög góð. 791 félagi tók þátt, sem er um 50% þeirra, sem eru með virk netföng. Kjararáðið vill koma á framfæri kæru þakklæti fyrir frábæra þátttöku. Niðurstöðurnar verða kynntar á fundi í Hofi 14. nóvember kl 16:00. Nánar auglýst síðar. Kjararáðið hvetur fólk til að taka frá tíma og mæta á fundinn.
Lesa meira

Dansklúbbur Ebak

Á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember hittumst við í Birtu, Bugðusíðu 1, kl. 16:00 og dönsum til 17:30 Skemmtum okkur saman og dönsum eins og orkan leyfir. Velkomin.🌹 Þar næsti tími verður svo 15. nóvember.
Lesa meira

Jólahlaðborð EBAK

Jólahlaðborð EBAK verður í Sel-Hóteli í Mývatnssveit, föstudaginn 8. desember. Verð á mann í tveggjamanna herbergjum er kr. 22.500. Innifalið: Akstur, gisting með morgunverði, fordrykkur, jólahlaðborð og tónlist. Brottför verður frá Birtu kl. 13:00 og Sölku kl. 13:15. Skráning hjá Önnu í síma 847 8473 og Snjóku í síma 844 3812 milli kl. 17:00 og 19:00 fyrir 10. nóvember. Fullnaðargreiðsla ferðar greiðist inn á reikning: 0162 – 26 – 40030 kt.: 651082 0489 í síðasta lagi 10. nóvember.
Lesa meira

Björgunarsveitir

Björgunarsveir.Hvert er hlutverk þeirra og hvað gera þær ? Mánudaginn 30. október kynna félagar úr Súlum björgunarsveitinni á Akureyri starfsemi sveitarinnar og helstu viðfangsefni hennar.
Lesa meira

Kráarkvöld - Dansleikur

Kráarkvöld verður haldið í Birtu Bugðusíðu 1 föstudagskvöldið 3. nóvember kl. 20.30 - 24.00. Húsið opnar kl. 20.00.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Miðvikudaginn 18. október kl. 16-17:30 dönsum við í Birtu, Bugðusíðu 1 Verið nú endilega dugleg að halda lifandi dönsunum okkar sem við þekkjum frá sokkabandsárunum og fram til dagsins í dag. Nóg er gólfplássið. Þar næsti tími verður svo 1. nóvember. Velkomin.
Lesa meira