Hlutverk nefnda

Nefndir félagsins skipuleggja margþætta afþreyingu og viðburði fyrir félagsmenn í umboði stjórnar. Sumar þeirra eru fastanefndir sem kosnar eru á aðalfundi en einnig getur stjórn félagsins skipað í nefndir til ákveðinna afmarkaðra verkefna . Heiti nefnda segir almennt til um helstu verkefni þeirra.

Samkvæmt lögum félagsins skulu nefndir þess starfa sem mest sjálfstætt. Þær kjósa sér formann og skipta með sér verkum eftir því sem við á. Sjá nánar um hlutverk nefnda í samþykktum félagsins en þau má finna hér á heimasíðunni.