FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR

  • Félag eldri borgara

    Félag eldri borgara á Akureyri er opið öllum 60 ára og eldri. Félagið sinnir hagsmunamálum eldri borgara og stendur fyrir fræðslu af ýmsum toga, ferðum, skemmtunum o.s.frv. 
    Árgjald 2022 kr. 3.200. Krafan er sett í heimabanka. Einnig er hægt að greiða kröfuna í viðskiptabanka viðkomandi, taka þarf þá fram að krafan sé í Landsbankanum. 
    Félagar fá víða afslátt af vörum og þjónustu gegn framvísun félagsskírteinis um allt land. Á sumum stöðum fæst mestur afsláttur með því að nota EBAK skírteinið. Félagsaðildin er því fljót að borga sig. 
    Facebook hópur: EBAK Félag eldri borgara á Akureyri.
    Tölvupóstur: ebakureyri@gmail.com

  • Skrifstofa og skráning í EBAK

    Skrifstofa félagsins í Birtu, Bugðusíðu 1, er almennt opin á miðvikudögum á milli kl. 15:00 og 15:45 frá miðjum september og vel fram í maí. 
    Stjórnarmenn verða til skrafs og ráða við félagsmenn. Sími 462-3595. 

    Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði í október-maí kl. 15:45-15:45 verður stjórnarmaður til skrafs og ráða við félagsmenn í Sölku. 

    Torfhildur gjaldkeri svarar fyrirspurnum í síma 862-6839 á daginn. 

    Skráning í félagið er gerð með því að ýta á neðangreindan tengil:

    http://www.ebak.is/is/um-felagid-1/skraning-i-felagid

  • Félagsmiðstöðvar

    Akureyrarbær rekur tvær félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna, Sölku í Víðilundi 22 og Birtu í Bugðusíðu 1. 

    Félag eldri borgara er með aðstöðu í Bugðusíðu 1 og fer stór hluti starfsemi félagsins þar fram, bæði hjá stjórn og nefndum. 

    Opið verður í báðum félagsmiðstöðvunum kl. 9.00-15:45 alla virka daga frá miðjum september og fram í maí. 

    Dagskrá félagsmiðstöðvanna er hér ofar á síðunni.