Fréttir

Tæknilæsi 60 ára og eldri - námskeið

EBAK og Símey bjóða félögum í EBAK upp á námskeið í tæknilæsi. Þessu námskeiði er ætlað að auka þekkingu og þor fólks á efri árum í notkun nútíma tæknilausna. Lögð verður áhersla á örugga notkun snjalltækja (síma og spjaldtölva), fjallað um rafræn skilríki og notkun þeirra, rafræn samskipti (tölvupóstur og notkun annarra samskiptamiðla), netverslun, notkun heimabanka o.fl. Leiðbeinandi er Snæbjörn Sigurðarson og kennt verður í húsakynnum Símeyjar við Þórsstíg. Námskeiðið fer fram í seinni hluta apríl og til 20. maí. Kennt verður á dagtíma. Námskeiðið skiptist í þrjár tveggja klst. lotur alls sex klst. Kennt er í 10 manna hópum og námið einstaklingsmiðað eins og kostur er. Kostnaður er kr. 18,000 en félagið greiðir 30% kostnaðar eða kr. 5,400 þannig hver þáttakandi greiðir kr 12,600. Bennt er á að félagar verkalýðsfélaga geta í mörgum tilfellum fengið greitt frá sínu félagi og fellur þá styrkur EBAK niður. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á ebakureyri@gmail.com fyrir 10.apríl n.k. til að skrá sig og fá þá send nánari námskeiðsgögn og kennslulýsingu. Hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu EBAK til að fá nánari upplýsingar.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Dansinn á morgun, miðvikudag 3. apríl kl. 16- 17:30 í Birtu, Bugðusíðu 1, endilega vera dugleg að mæta, kostar ekkert, öllum opið. Þar næsti tími er 17. apríl.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Dönsum á morgun, miðvikudag 27. mars kl. 16 - 17:30 í Birtu, Bugðusíðu 1, góð hressing í dymbilviku. Svo er næsti tími 3. apríl. Sjáumst.
Lesa meira

Benedorm

Heimsferðir og Félag eldri borgara á Akureyri bjóða uppá 17 nátta ferð til Benedorm á Spáni þann 27. október í beina flugi frá Akureyri.
Lesa meira

Kráarkvöld

verður haldið í Birtu Bugðusíðu 1 föstudagskvöldið 22. mars kl 20.30-24.00.
Lesa meira

Ferðir sumarsins 2024

Ferðanefnd EBAK kynnir ferðir sumarsins 2024 mánudaginn 18. mars kl 15.00 í Birtu Bugðusíðu.
Lesa meira

Madeira

Hera Sigurðardóttir kynnir portúgölsku eyna Madeira í Birtu Bugðusíðu mánudaginn 18. mars.
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri verður haldinn í Síðuskóla miðvikudaginn 20.mars 2024 og hefst hann kl 16:00 Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur uppstillinganefndar um stjórn og nefndir liggja frammi í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku, ebak.is og í fésbókarhópi EBAK. Ályktunum, tillögum og framboðum þarf að skila til stjórnar félagsins fyrir 6. mars n.k. Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 13 – 15. Reikningar félagsins svo og skýrslur stjórnar og nefnda liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 13. mars. Stjórnin.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Dansað í Birtu Bugðusíðu 1 miðvikudaginn 6. mars kl.16 - 17:30 Góð skemmtun og hreyfing. Seinni tíminn í mars verður svo þann 27. mars en ekki þann 20. eins og áður var auglýst.
Lesa meira

Kúnstin að eldast

Mánudaginn 4. mars kl 14.00 í Birtu Bugðusíðu fjallar Líney Úlfarsdóttir um verkefnin sem fylgja því að eldast.
Lesa meira