Fréttir

Kynningarfundur á nýrri heimasíðu.

Í dag 13. janúar var haldinn kynningar á nýrri heimasíðu Félags eldri borgara á Akureyri. Fundurinn var haldinn í Bugðusíðu 1 og var vel sóttur eða um 65 manns. Formaður félagsins Sigurður Hermannsson og Daníel Örn Stefánsson starfsmaður Stefnu hugbúnaðarhúss sáu um kynninguna. Undirbúningur að gerð heimasíðunnar hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hefur Halldór Gunnarsson stjórnarmaður verið tengiliður félagsins við Stefnu ásamt Sigurði formanni.
Lesa meira

Greiðslur frá almannatryggingum hækka.

Um áramótin verða breytingar á greiðslum almannatrygginga. Velferðarráðuneytið hefur kynnt að bætur þeirra sem fá greiðslur úr almannatryggingakerfinu hækki um 3.6% frá 1. janúar 2014. Hækkunin tekur til allra bóta lífeyristrygginga, slysatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Tekjuviðmið framfærsluuppbótar og frítekjumarks fólks sem býr á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækka einnig um 3.6%.
Lesa meira

Frá fræðslunefnd Félags eldri borgara á Akureyri

Það sem er á döfinni á vegum Fræðslunefndar er eftirfarandi: Þann 20. janúar hefst flokkur erinda um bæinn okkar Akureyri. Það verður Hörður Geirsson sem byrjar og fjallar um bæinn í máli og myndum. Síðan munu Logi Einarsson og Björgvin Steindórsson taka við og horfa á Akureyri frá öðru sjónarhorni. Þau erindi verða í mars og apríl.
Lesa meira

Frá fræðslunefnd Félags eldri borgara á Akureyri

Fjölbreytt dagskrá veturinn 2013-2014
Lesa meira