Tillögur að breytingum á samþykktum

Samþykktir Félags eldri borgara á Akureyri

 Breytingatillögur fyrir aðalfund 28.03.2023.

Blátt fer út. Rautt kemur inn. Grænt er til bráðabirgða og/eða skýringar.

 1. gr.  Nafn og heimili

Fyrir breytingu:

Félagið heitir Félag eldri borgara á Akureyri, skammstafað EBAK. Starfssvæði þess er Akureyri og nágrenni. Heimili og varnarþing þess er á Akureyri. Heimasíða félagsins er ebak.is og netfang er ebak@ebak.is

Eftir breytingu:

Félagið heitir Félag eldri borgara á Akureyri, skammstafað EBAK. Starfssvæði þess er Akureyri og nágrenni. Heimili og varnarþing þess er á Akureyri. Heimasíða félagsins er ebak.is og netfang er ebakureyri@gmail.com.

 

3. grein.  Félagar

3.a) Fyrir breytingu

Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem náð hafa 60 ára aldri og einnig makarþeirra þótt yngri séu.

3.a) Eftir breytingu

         Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem náð hafa 60 ára aldri.

 

3.b) Fyrir breytingu

Árgjald yfirstandandi árs er ákveðið á aðalfundi. Félagar 90 ára og eldri greiða ekki árgjald.                 

3.b) Eftir breytingu                                         

Árgjald yfirstandandi árs er ákveðið á aðalfundi 2023. Árgjald komandi árs er ákveðið á aðalfundi. Félagar 90 ára og eldri greiða ekki árgjald.   [Ath. Fyrri setningin gildir eingöngu fyrir 2023].

 

4. grein.  Ársreikningar

4.a) Fyrir breytingu

         Reikningsár félagsins er almanaksárið. Nýr félagi sem gengur í félagið eftir 1.október greiðir það ár aðeins hálft gjald.

4.a) Eftir breytingu

         Reikningsár félagsins er almanaksárið.

 

5. grein. Stjórnskipan

5.d) Fyrir breytingu

Stjórn félagsins velur fulltrúa á landsfund Landssambands eldri borgara (LEB) það ár sem landsfundur er haldinn. Velja skal jafnmarga fulltrúa og félagið á rétt á hverju sinni og jafn marga til vara í raðaðri röð. Formaður félagsins er sjálfkjörinn.

 5.d) Eftir breytingu

Stjórn félagsins velur fulltrúa á landsfund Landssambands eldri borgara (LEB). Velja skal jafnmarga fulltrúa og félagið á rétt á hverju sinni og jafn marga til vara í raðaðri röð. Formaður félagsins er sjálfkjörinn.

6. gr. Aðalfundur

6.e)   Dagskrá aðalfundar:

6.e) b) Fyrir breytingu

         Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.        

6.e) b) Eftir breytingu

         Skýrsla stjórnar og úrtak úr skýrslum fastra nefnda félagsins um starfsemina á liðnu ári.       

 

6.e) d) Fyrir breytingu

         Umræður um skýrslur stjórnar og ársreikninga. Afgreiðsla ársreikninga.      

6.e) d) Eftir breytingu

         Umræður um skýrslur og ársreikninga. Afgreiðsla ársreikninga.       

 

6.e) e) Fyrir breytingu

         Nefndir leggja fram skýrslur og gera grein fyrir störfum nefndanna og fjárhagslegri afkomu þeirra. Umræður.

6e) e) Eftir breytingu

         Aðrar nefndir leggja fram skýrslur og gera grein fyrir störfum sínum. Umræður.

 

6.e) f)       Breytingar á samþykktum.                         Var áður liður 6. e).h.

6.e) g)      Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna.     Var áður liður 6. e).f.

6.e) h)      Fjárhagsáætlun lögð fram.                         Var áður liður 6. e).g.

 

9. gr.  Fastanefndir og aðrar nefndir

9.e) Fyrir breytingu

Heilsuefling: Göngunefnd, golfnefnd, dansklúbbur og gönguklúbbur                        

9.e) Eftir breytingu

Heilsuefling: Göngunefnd, golfnefnd, dansklúbbur, gönguklúbbur o.fl.                         

 

Lokasetning:

Fyrir breytingu

Ofangreindar samþykktir voru samþykktar á aðalfundi félagsins 8. júní 2021 og öðlast þegar gildi.

Eftir breytingu

Ofangreindar samþykktir voru samþykktar á aðalfundi félagsins 28. mars 2023 og öðlast þegar gildi.

 

Sérstök ósk fyrir aðalfund 2023 er að fundurinn samþykki að liður 3b taki gildi stax að lokinni samþykkt á samþykktum.