Ringó - Ringó

Æfingar í Ringó-íþróttinni, fyrir 60 ára og eldri, verða í vetur á miðvikudögum
kl. 11:30-13:00 í íþróttahúsi Síðuskóla. Æfingar hefjast miðvikudaginn 19. október.

Ringó er gúmmíhringjaleikur sem líkist blaki að mörgu leyti en er álagsminni. Hentar hverskyns eldra fólki einkar vel til heilsueflingar.

Verið velkomin.

Engin skráning, bara mæta með góða skapið og íþróttaskóna og taka þátt (eða fylgjast með)!

Friðrik Vagn gefur frekari upplýsingar, ef óskað er, í síma 893-2519.

EBAK - heilsuefling.

Myndlýsing ekki til staðar.