Lýðheilsukort

Lýðheilsukort Akureyrarbæjar gilda í sundlaugum bæjarins, Hlíðarfjall og Skautahöllina. Þetta er tilraunaverkefni til eins árs. Ef það verður vel nýtt verður því haldið áfram, annars ekki. Það mun verið búið að spyrja mikið um kortið.
Fyrir eldra fólk kostar kortið 24.000 kr. á ári. Það nýtist því ekki fyrir þá sem fara eingöngu í sund. Án kortsins kostar árskort í fjallið kr. 46.200 og kr. 13.000 í Skautahöllina. Endilega bendið afkomendum ykkar líka á fjölskyldutilboðið. Nánari upplýsingar eru hér: https://www.akureyri.is/.../utivist-og.../lydheilsukort
 
Sótt er um kortið í þjónustugáttunni á akureyri.is eða í þjónustuanddyri bæjarins. Það er svo virkjað í Sundlaug Akureyrar.