Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur á rafrænu formi.

Félagsmálaráðuneytið hefur gert LEB kleift að opna almennan aðgang að kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur sem LEB gaf út. Kennslubæklingarnir eru nú aðgengilegir á heimasíðu LEB, bæði í lesham og á pdf formi sem hægt er að hlaða niður. Sjá hér: https://www.leb.is/orugg-efri-ar/

Nú geta félögin einnig gert bæklingana aðgengilega með sama móti á heimasíðum sínum.

Á viðhengjum eru báðir bæklingarnir, annars vegar bæklingur fyrir Ipad spjaldtölvur og hins vegar fyrir spjaldtölvur með Android stýrikerfi, til að setja inn á heimasíður.

LEB heldur áfram að þjónusta þá sem vilja eiga bæklingana á pappír og með samningi félagsmálaráðuneytisins var hægt að lækka verðið niður í 600 kr. og er sendingargjald innifalið. Í leiðinni viljum við minna á fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða og eru einnig til sölu á kr. 1.500, sendingarkostnaður innifalinn. Hér er hægt að sjá upplýsingar um þessar vörur og hvernig er hægt að festa kaup á þeim: https://www.leb.is/frettir/120017/

Þá viljum við minna á vefsíðuna www.leb.is Þar er að vinna ýmsan fróðleik varðandi LEB og eldra fólk. 

Einnig er Facebooksíða LEB með stöðugt nýjan fróðleik og hvetjum við alla til að „læka” síðuna: https://www.facebook.com/landssambandeldriborgara

Hér að neðan er tengill á bæklingana: