Heimsókn formanns LEB

Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara kemur til okkar í Birtu, Bugðusíðu 1, laugardaginn 1. október kl. 16:00. Hann verður svo með okkur á fyrri tónleikunum 2. október.
Á laugardaginn segir hann okkur frá vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ásamt öðrum málum sem snerta LEB og okkar ágæta hóp.
Allir félagar sem áhuga hafa eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.