Fréttir

Ferðir sumarsins 2024

Ferðanefnd EBAK kynnir ferðir sumarsins 2024 mánudaginn 18. mars kl 15.00 í Birtu Bugðusíðu.
Lesa meira

Madeira

Hera Sigurðardóttir kynnir portúgölsku eyna Madeira í Birtu Bugðusíðu mánudaginn 18. mars.
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri verður haldinn í Síðuskóla miðvikudaginn 20.mars 2024 og hefst hann kl 16:00 Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur uppstillinganefndar um stjórn og nefndir liggja frammi í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku, ebak.is og í fésbókarhópi EBAK. Ályktunum, tillögum og framboðum þarf að skila til stjórnar félagsins fyrir 6. mars n.k. Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 13 – 15. Reikningar félagsins svo og skýrslur stjórnar og nefnda liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 13. mars. Stjórnin.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Dansað í Birtu Bugðusíðu 1 miðvikudaginn 6. mars kl.16 - 17:30 Góð skemmtun og hreyfing. Seinni tíminn í mars verður svo þann 27. mars en ekki þann 20. eins og áður var auglýst.
Lesa meira

Kúnstin að eldast

Mánudaginn 4. mars kl 14.00 í Birtu Bugðusíðu fjallar Líney Úlfarsdóttir um verkefnin sem fylgja því að eldast.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Dansað miðvikudaginn 21. febrúar í Birtu, Bugðusíðu 1 Þar næst verður svo þann 6. mars. Allir velkomnir.
Lesa meira

Nú er sumar í Köldukinn

Mánudaginn 19. febrúar segja Erla og Helga Sigurðardætur frá sveitinni sinni í Birtu Bugðusíðu 1 kl. 14.00.
Lesa meira

Kráarkvöld - Dansleikur

verður haldinn í Birtu Bugðusíðu 1 föstudagskvöldið 9. febrúar kl. 20.30-24.00.
Lesa meira

Til upplýsingar

Undanfarna mánuði hefur verið gert átak í að koma fyrir á einn stað á island.is upplýsingum sem varða aldurshópinn 65 ára og eldri. Þar má nú finna upplýsingar um að hverju þarf að huga þegar starflok nálgast, mikilvægi góðrar heilsu og hvernig henni er við haldið, allt um fjármál og eftirlaun, þjónustu heima og loks þegar á líður, hvaða þjónustu hægt er að fá til að tryggja sem lengst búsetu heima við góðar aðstæður. Á sama stað er nú að finna spjallmennið Ask sem veit svör við á annað hundrað spurninga og er reynslan sú að hann geti svarað um 70% allra spurninga sem berast. Þeir sem ekki finna svörin hjá Aski geta fengið samband við ráðgjafa sem leysir liðlega önnur mál og veitir ráðgjöf. Sú ráðgjöf getur líka verið sérhæfð til dæmis fyrir einstaklinga og aðstandendur fólks með heilabilun. Fylgið þessari slóð til að komast á síðurnar. Að eldast | Ísland.is (island.is) Þetta verkefni er aðeins eitt af mörgum sem heyra undir Gott að eldast www.gottadeldast.is
Lesa meira

Dansklúbbur Ebak

Dönsum á miðvikudaginn 7. febrúar kl. 16:00 - 17:30 í Birtu Bugðusíðu 1. Seinni tíminn í febrúar verður svo þann 21. febrúar. Hittumst hress og sem allra flest. Velkomin.
Lesa meira