Takmörkun á starfi félagsmiðstöðvanna

Á meðan núverandi tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gilda verður ekki hægt að leyfa spilamennsku, bingó eða annað sem brýtur í bága við reglurnar í félagsmiðstöðvunum í Bugðusíðu og Víðilundi. Opið verður áfram í Bugðusíðu kl. 9-13.
Viðburðir þar sem hægt er að virða reglurnar verða leyfðir í samráði við starfsfólk EBAK og Akureyrarbæjar, ef fjöldatakmörkun er ákveðin fyrirfram og talið sé inn á viðburðinn.