Ringó

Keppni í Ringói á landsmóti 50+ 2018.
Keppni í Ringói á landsmóti 50+ 2018.
Ringó
Heilsuefling fyrir eldri borgara
 
Laugardaginn 18. sept. 2021 kl. 10:30-12:00 verður efnt til kynningar og sýnikennslu á Ringó-íþróttinni í gamla íþróttahúsi MA, "Fjósinu". Leiðbeinendur verða vestlensku eldri borgararnir Þorbergur Þórðarson og Flemming Jessen.
Ringó er hópíþrótt (4 í liði) eða gúmmíhringjaleikur sem fer fram á blakvelli og líkist blaki að mörgu leyti en er álagsminni. Hentar hverskyns eldri borgurum einkar vel til heilsueflingar.
Þátttökugjald kr. 1.000. Enginn posi. Engin skráning, bara mæta með góða skapið og íþróttaskóna og taka þátt!
Friðrik Vagn gefur frekari upplýsingar, ef óskað er, í síma 893-2519.
EBAK - heilsuefling.