Hreyfing

Þótt allt sé í hægagangi þurfum við að muna eftir okkur sjálfum.
Verum öll dugleg að fara út að ganga, jafnvel þótt við þurfum að nota göngugrindur eða önnur hjálpartæki.
Létt og liðkandi heimaleikfimi er í sjónvarpinu kl. 9, endurtekin kl. 11.30. Morgunleikfimin í útvarpinu er á hverjum virkum degi kl. 9.45 og svo eru æfingar á netinu, eldhress.com og víðar.
Fáið maka eða einhvern sem þið eruð í stöðugum samskiptum við til að koma með ykkur út og gerið morgunleikfimina saman.
Látið þessar upplýsingar berast til þeirra sem ekki eru með tölvur. Hallgrímur G.