Hálendisferð - dagsferð

EBAK. Félag eldriborgara á Akureyri, Ferðanefnd.

Hálendisferð Þriðjudaginn 20. Júlí 2021.

Ferðalýsing ásamt nokkrum upplýsingum um ferðina.

Tímaplan.

7,00 Lagt af stað frá Víðilundi. ( Allir þátttakendur )

8,00 Þægindastopp við Náttúruransóknarstöðina við Mývatn, Skútustöðum. (Gamli Barnaskólinn ).

8.15 Ekið í Herðubreiðalindir.

10,30 Stoppað við Þorsteinsskála F.A. Hér verður hægt að neyta nestis sem þáttakendur hafa með sér að heiman. ( Eitthvað að drekka, epli. Banana eða brauðsneið. ) skoða umhverfið við Lindirnar.

11:15 Ekið að Dreka skála F.A.

12:15 Stoppað í Dreka. Drukkið kaffi og meðlæti. Svæðið skoðað og hægt að ganga inn í Drekagil.

Þeir sem ætla inn í gilið þurfa að vera vel skóaðir ( gengið í vatni að hluta ) og með stafi. (Um 600 m. inn að vatni ).

13:45 Ekið að Öskju.

14:00 Gengið upp að Öskjuvatni fyrir þá sem það vilja. ( Göngustafir og góðir skór ) Aðrir geta skoðað umhverfi og fjallasýnina frá bílastæðinu ef þeir treysta sér ekki í gönguna.

16:00 Ekið til baka í Dreka.

16:15 Þægindastopp í Dreka.

16:30 Ekið um Krepputungur í Möðrudal.

19:00 Snædd verður tveggja rétta máltíð (lambakjöt eða silungur) í aðalrétt og rabbabarapæ með ís og rjóma í eftirrétt. (Drykkir annað en vatn eru ekki innifaldir í verði en hægt að fá á staðnum).

20:00 Ekið heim á leið.

22:00 Áætlaður komutími til Akureyrar.

Þá er bara að taka með sér góða skapið, skjólgóðann fatnað og góða skó. Einnig drykki til að svala þorsta í ferðinni og morgunnesti.

Leiðsögumaður er Daníel Guðjónsson, Farastjórar Sigurður Hermannsson og Guðrún Bjarnadóttir.

Ferðanefndin.