Ferð EBAK um Norðurland og Vestfirði 9.­-13. ágúst 2020.

Því miður þarf að aflýsa þessari ferð vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

 

 

ATH. Þessi dagskrá er lauslegur rammi og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á

meðan á ferðinni stendur.

 

Fararstjórar: Sævar Ingi Jónsson og Þorbjörg Jónasdóttir

Leiðsögumaður: Björn Teitsson

 

Dagur 1

Brottför frá Víðilundi kl. 9.45/ Lindasíðu kl. 10.00

Ekið til Siglufjarðar. Frjáls tími. Hægt að fara á Síldarminjasafnið (kostar 1.000.-)eða Þjóðlagasafnið. Skoða sig um í bænum, fá sér pizzu, snarl í Bakaríinu, á Hannes Boy eða kíkja í Súkkulaðihúsið.

Ekið í Fljótin að Stíflu. Skeiðsfossvirkjun skoðuð með leiðsögn Sævars Inga. Næsta stopp Hofsós. Þar er hægt að fara á Vesturfarasafnið, skreppa í sund, skoða fallegt stuðlaberg eða skoða þorpið og fá sér kaffisopa. (ATH. þeir sem vilja fara í sund passi að hafa sundfötin tiltæk í handfarangri). Síðan ökum við fyrir Hegranes, um Sauðárkrók og Þverárfjallsveg til Blönduóss. Þar býðst að skoða Heimilisiðnaðarsafnið (kostar 1.200.-) aðrir geta gengið út í Hrútey eða skoðað gamla bæinn. Ekið í náttstað að Laugarbakka þar sem bíður okkar kvöldverðarhlaðborð.

 

Dagur 2

Eftir morgunverð að Laugarbakka er lagt af stað kl. 10.00

Ekið til Borðeyrar þar sem heimamaður lóðsar okkur um og segir sögu þorpsins.

Næsta stopp Sauðfjársetrið við Steingrímsfjörð. Þar skoðum við safnið og boðið er upp á súpu og brauð og kaffi (innifalið).

Því næst ekið sem leið liggur í Heydal við Mjóafjörð þar sem við gerum stuttan stans og hægt verður að fá einhverjar veitingar.

Þaðan ekið í náttstað á Ísafirði. Kvöldverður .

 

Dagur 3

Eftir morgunverð er lagt af stað kl. 10.00

Ef vel viðrar verður farið í gönguferð um Neðstakaupstað með leiðsögumanninum okkar

Birni Teitssyni, sem er þaulkunnugur á Ísafirði. Síðan ökum við suður Vestfirðina með útsýnisstoppum á völdum stöðum. Fer nokkuð eftir veðri og ástandi vega hvort farið verður um Hálfdán, Bíldudal og Tálknafjörð eða Dynjandisheiði og Barðaströnd.

Kvöldverður og gisting í Breiðuvík.

 

Dagur 4

Eftir morgunverð er lagt af stað kl. 10.00

Ef veður leyfir byrjum við daginn á að fara upp á Látrabjarg. Síðan verður ekið að Flókalundi þar sem við gerum stuttan stans. Ekið inn Barðaströnd með viðkomu í Bjarkarlundi og þaðan um Skarðsströnd í náttstað að Vogi. Þar bíður okkar hátíðakvöldverður. Kvöldvaka og almenn skemmtilegheit fram eftir kvöldi.

 

Dagur 5

Eftir morgunverð er lagt af stað kl. 10.00

Ekið heimleiðis með viðkomu í Staðarskála. Gerum stuttan stans viðKolugljúfur. Lítum við hjá Þingeyrarkirkju og þaðan stefnum við á Blönduvirkjun. Að lokum verður stutt stopp í Varmahlíð.

 

Verð: Kr. 97.000.- (+20.000.- fyrir einstaklingsherbergi)

Skráning í síma: 861-6038 (Sævar Ingi) eða 862-3868 ( Þorbjörg)