Tillaga að nýju leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar

Eftirfarandi erindi var að berast undirrituðum frá Jóni Þór Kristjánssyni, verkefnastofu upplýsingamála hjá Akureyrarbæ: 

Akureyrarbær kynnti í dag fyrstu tillögur að nýju leiðaneti Strætisvagna Akureyrar, sem hafa verið unnar ásamt sérfræðingum verkfræðistofunnar Eflu, Strætó bs. og fulltrúa notenda á grundvelli gagnaöflunar og samráðs sl. vetur. Hér er ný frétt um málið: https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrstu-tillogur-ad-nyju-leidaneti-sva

 Markmiðið með þessum breytingum er að bæta þjónustu strætó og fjölga farþegum.

 Næstu vikurnar verða tillögurnar kynntar vel og er lögð rík áhersla á samráð við íbúa. Vegna ástandsins í samfélaginu verður slíkt samráð þó að mestu leyti rafrænt. Opnað hefur verið sérstakt vefsvæði þar sem er hægt að nálgast allar upplýsingar um verkefnið, tillögurnar og hvernig er hægt að koma ábendingum á framfæri: https://www.akureyri.is/is/thjonusta/samgongur-og-umhverfi/straeto-nytt-leidanet

 Einnig er stefnt að rafrænum kynningarfundi í næstu viku þar sem tillögurnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að spyrja spurninga.

 Við teljum að eldri borgarar á Akureyri séu mikilvægur hagsmunahópur í þessum breytingum. Því viljum við gefa stjórn félags eldri borgara kost á að kynna sér efnið vel og koma sínum sjónarmiðum á framfæri með þeim leiðum sem í boði eru. Það væri frábært ef þið gætuð miðlað efninu eins og kostur er til ykkar félagsmanna og hvatt til þess að fólk taki þátt í mótun leiðanetsins.

Ef áhugi er fyrir hendi er sjálfsagt að veita ítarlegri kynningu á tillögunum, til dæmis með sameiginlegum fjarfundi, og heyra þá einnig mismunandi sjónarmið og hvernig ykkur líst á þessar breytingar.

 Opið er fyrir almennar athugasemdir til og með 18. nóvember.

Endilega lesið vel yfir og gerið þær athugasemdir sem ástæða þykir til.
Hallgrímur Gíslason.