Göngum úti í sumar

Áætlun gönguhóps EBAK birtist í Dagskránni 30. maí sl. Endilega geymið auglýsinguna vandlega. Minnt verður á ferðirnar í fésbókarhópi EBAK fyrir hverja ferð. Fylgist því vel með.

Markmið hópsins er að ganga saman, njóta og fræðast. Ekki verður boðið upp á neinar kraftgöngur.

Farið verður frá Bugðusíðu 1 í allar ferðirnar. Í sumum ferðum verður gefinn kostur á að mæta á annan upphafsstað, en þá þarf að láta vita af því með því að senda skilaboð í síma umsjónarmanns viðkomandi ferðar samdægurs fyrir kl. 9.30.

Samkvæmt samkomulagi við Ferðafélag Akureyrar greiða EBAK félagar sama verð og félagar FFA í ferðir þess, gegn framvísun félagsskírteinis. Nýtum okkur þær ferðir. Bent er sérstaklega á eftirfarandi ferðir FFA: 22. júní Jónsmessuferð á Miðvíkurfjall; 14. júlí Meðfram Glerá; 23. júlí Innbærinn -sagan  og 27. júlí Um Eyrina.  Það þarf að skrá sig fyrirfram í allar ferðir FFA og mæting í þær er við skrifstofu félagsins að Strandgötu 25. Endilega fylgist með auglýsingum FFA í Dagskránni.