Frábær sigling með Húna.

Föstudagskvöldið 19. maí 2017 fór 16 manna hópur eldri borgara í siglingu með Húna. Veður var gott og engin alda. Steini P. fræddi hópinn um gamla söltunarstaði (frá því upp úr aldamótunum 1900) og nokkrir hnúfubakar sýndu sig. Á heimleiðinni var kaffi og pönnukökur, einnig spilaði Númi á harmoniku og farþegar sungu. Ferðin tókst mjög vel í alla staði. 
Fréttina sendi Grétar G. Ingvarsson, ritari Fræðslunefndar, en nefndin stóð fyrir ferðinni.

Á Fésbókarsíðunni EBAK Félag eldri borgara á Akureyri eru nokkrar myndir úr ferðinni, sem Grétar sendi einnig.