Frá fræðslunefnd

Mánudaginn 3. desember klukkan 14:00 verður seinni bókakynningin í Bugðusíðu 1.

Arnar Már Arngrímsson les úr bók sinni Sölvasaga Daníelssonar og Þorbjörg Jónasdóttir les úr bók sinni Hefurðu séð sandspóann. Einnig verður lesið úr bókunum Rassfar í steini eftir Jón Björnsson og 60 kg af sólskini eftirHallgrím Helgason.

Kaffi verður á boðstólum og allir eru hjartanlega velkomnir.