Ferð Félags eldri borgara á Akureyri um Austfirði

Félag eldri borgara á Akureyri

 

AUSTURLAND

Hálendi, hérað, firðir.

 

23. – 26. ÁGÚST 2020

 

 Leiðsögumaður : Sveinn Sigurbjarnarsoni 

 

A view of the city from the top of a lush green hillside

Description automatically generated

 

Hótel Hallormsstaður er staðsett í samnefndum skógi og stendur við Lagarfljót.  Hótelið býður upp á 92 glæsileg herbergi með stórkostlegu útsýni. Á Hótel Hallormsstað er frábær veitingastaður þar sem við njótum 3ja rétta máltíða.  Hótelið býður einnig upp á SPA með innfrarauðri sauna, heitum potti bæði úti og inni.  Dásamlegt hótel í skóginum.

 

 

Sunnudagurinn 23. ágúst:

Brottför frá Víðilundi kl. 09:00 og Bugðusíðu kl. 09:00.  Ekið í Möðrudal þar sem við borðum hádegisverð með útsýni á fjalladrottninguna Herðubreið. Ekið í Sænautasel og bærinn skoðaður.  Á leið okkar til Hallormsstaðar er ekið framhjá Stuðlagili og kíkt niður í gilið.

Komið í náttstað á Hallormsstað milli 17:00 og 18:00.

 

(Framkvæmdir eru við Stuðlagil í sumar til að auðvelda aðgengi ferðamanna.  Ekki er hægt að segja með vissu að þeim verði lokið þegar ferðalagið okkar verður).

 

Mánudagurinn 24. ágúst:

Eftir morgunverð á hótelinu er ekið í Mjóafjörð, það er afar fögur leið og fossarnir leika við hvern sinn fingur, ekki síst Klifbrekkufossar sem eru vinsælt augnakonfekt.  Við borðum hádegissúpu á Sólbrekku og kynnumst Brekkuþorpi. Ekið á Eskifjörð með stoppi í Hólmanesi, fólkvangi og friðlandi.

Kvöldverður borðaður á Randulffssjóhúsi á Eskifirði.  Gist á Hallormsstað.

 A group of people standing in front of a building

Description automatically generated


Klifbrekkufossar í Mjóafirði





Þriðjudagurinn 25. ágúst:

Dagsferð á Borgarfjörð Eystri. Hafnarhólmi heimsóttur, Álfaborgin og kirkjan.  Á Borgarfirði eru 3 veitingastaðir sem fólk getur valið um í hádeginu.  Borgarfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og við tökum okkur tíma í að njóta.

 

Kvöldverður og gisting á Hallormsstað.

 

Hér er hægt að bjóða þeim sem vilja að fara í nýju böðin á Austurlandi að verða eftir á leið okkar heim frá Borgarfirði www.vok-baths.is.  Þeir hinir sömu yrðu sóttir fyrir kvöldmat.

 

 An island in the middle of a body of water

Description automatically generatedA boat on a body of water

Description automatically generated

 

 

 

Miðvikudagurinn 26. ágúst:

Eftir morgunverð kveðjum við Hallormsstað.  Við byrjum á því að heimsækja Skriðuklaustur, fyrrum heimili skáldsins Gunnars Gunnarssonar. Þar er gaman að koma og skoða inn í hugarheim hans. Á Skriðuklaustri er einnig uppgröftur á gömlu klaustri frá miðöldum sem áhugavert er að kynna sér. Við Skriðuklaustur er Snæfellstofa, upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs sem er ómissandi að heimsækja. Við ökum sem leið liggur til Egilsstaða þar sem við tökum hádegishlé.

 

Ef veður leyfir ökum við til Akureyrar um Hellisheiði Eystri og Vopnafjörð, ef ekki förum við þjóðveg 1.  Áætlaður komutími til Akureyrar um kvöldmatarleyti. 

 Skriðuklaustur

A view of a mountain

Description automatically generated

 

VERÐ:

86.500 á mann í tveggja manna herbergi.

 

Aukagjald fyrir einbýli 13.400 kr.

(Þeir sem ekki ferðast með ferðafélaga, þurfa að greiða fyrir eins manns herbergi.)

 

Aukagjald fyrir SUPERIOR herbergi, 12.000 kr. (takmaður herbergjafjöldi)

Herbergi með verönd, queen size rúm, Nespresso kaffivél og aðgangur að Lindin spa innifalinn.

 

Staðfestingargjald, 10.000, greiðist við bókun.

 

 

Innifalið í verði:

  • 4 daga ferð með leiðsögn.

  • Gisting á Hótel Hallormsstað í þrjár nætur.

  • 3x 3ja rétta kvöldverðir (2x á Hallormsstað, 1x í Randulffssjóhúsi).

  • Hádegisverður í Mjóafirði.

 

Ekki innifalið í verði:

  • Hádegisverður (nema í Mjóafirði).

  • Aðgangseyrir á söfn og sýningar.

  • Aðgangseyrir í Vök-baths.

  • Aðgangseyrir í SPA á Hótel Hallormsstað.

  • Drykkir og annað tilfallandi.

 

Lágmarksþátttöku þarf í ferðina.